Bæjarhús ehf.


Átt þú hús sem þarfnast viðgerða og viðhalds, en veist ekki hvert á að leita?

Starfsmenn Bæjarhús ehf eru sérmenntaðir í viðhaldi og viðgerðum á húsum, einnig gömlum húsum, með varðveislugildi.

Kynntu þér málið

Um okkur


Bæjarhús ehf er trésmíðafyrirtæki sem sinnir viðhaldi, nýsmíðum og endurbótum bygginga. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 af Einari Skúla Hjartarsyni, húsasmíðameistara og Elísabetu Gunnarsdóttur. Gunnar Ingi Jónsson tók við rekstri Bæjarhús ehf um áramótin 2015-2016.

Fjöldi húsasmíðameistara og húsasmiða er á bilinu fjórir til sex. Bæjarhús starfrækir trésmíðaverkstæði að Skeiðarási 12, Garðabæ. Starfsmenn Bæjarhúsa hafa mikla reynslu og víðtæka þekkingu á viðhaldi húsa á öllum aldri. Hafa þeir sérþekkingu á viðhaldi og endurbótum eldri timburhúsa, húsa með varðveislugildi.

Halda áfram

Þjónusta


Viðhald

Tökum að okkur almennt viðhald húsa

Endurbætur

Tökum að okkur endurbætur á flestum byggingarhlutum

Nýsmíði

Sérsmíðum glugga og hurðir

Ráðgjöf

Veitum ráðgjöf um viðhald og viðgerðir eldri húsa

Gluggaviðgerðir


Margir gluggaframleiðendur eru tilbúnir að selja húseigendum nýja glugga. Þeir hafa sjaldnast heildarkostnað í huga, sjá bara kostnað við að taka gamla gluggann úr og stinga nýjum í gatið án þess að huga að frágangi á tréverki sem að glugganum kemur, bæði innan- og utanhúss.

Þegar skipt er um glugga í timburhúsi þarf í flestum tilfellum að endurnýja falda (gerekti) og vatnsbretti að utan, og áfellur og falda (gerekti) og jafnvel sólbekki að innan. Þannig verður „ódýra“ leiðin mun dýrari þegar uppi er staðið, en sú sem leit út fyrir að vera dýrari í upphafi verður ódýrari.

Þegar viðskiptavinur óskar eftir því að Bæjarhús endurnýi eða meti ástand glugga í gömlu húsi fullyrðir hann oft að gluggarnir séu ónýtir. En ónýtir gluggar eru ekki alltaf ónýtir.

Oft er málningu mjög ábótavant, en timbrið í gluggakörmum í flestum tilfellum í góðu lagi eða þarfnast smávægilegra viðgerða. Þá getur þurft að smíða nýja ramma, t.d. með tvöföldu gleri og mögulega að setja nýja pósta því þeir gömlu hafa verið fjarlægðir. Auðvelt er að setja tvöfalt einangrunargler í gamla glugga.

Fyrirtækið starfar að viðgerðum í samstarfi við Húsafriðunarnefnd ríkisins og Húsverndarsjóð Reykjavíkur. Við höfum einnig aðstoðað húseigendur við umsóknir um styrki til Húsafriðunarnefndar ríkisins og Húsverndarsjóðs Reykjavíkur.

Halda áfram

Hafðu samband


Hringdu í okkur eða sendu okkur tölvupóst og við svörum eins fljótt og auðið er.